Sænskar kjötbollur

1 kg nautahakk         (ca f.4-5 pers)

1 stór rauðlaukur

1-1/2 dl.brauðrasp  (ekki paxó rasp)

1 tsk Himalayja salt

1 tsk malaður svartur pipar

2 egg

 

Rífið laukinn með hníf no 2 í kvörninni.  Setjið hakkið og allt annað í hrærivél og látið blandast vel.  Hakkið verður skemmtilegra að rúlla í bollur ef þetta er hrært í vél.  Gott er að vera í latex hönskum þegar bollurnar eru rúllaðar og gerið litlar bollur ca 2-3 cm. (tekur 13 min)

Hitið Saladmaster rafmagnspönnuna í 230° og þegar punkturinn er hættur að blikka þá er pannan orðin heit.  Raðið bollunum í (byrjið við kantinn og raðið inn á við).  Snúið fyrstu bollunum þegar pannan er full.  Ef þær eru ennþá fastar þá leyfa þeim að steikjast aðeins lengur (gott að nota 2 gaffla til að snúa bollunum).   Þegar búið er að snúa við öllum þá setjið lokið á og við „tikk“ lækkið í 90° og bakið í 10 min.  PS: alltaf að reikna tímann frá tikki og þegar lækkað er á pönnunni.

 

Sósa: Takið bollurnar úr rafmagnspönnunni hækkið hitann upp til 230°.  Hellið matreiðslurjóma eða mjólk í pönnuna hrærið upp kjötkraftinn í pönnunni.  Þykkið með smá „Maizena sósujafnara“ eða hveitijafning og bragðbætið með nautakrafti ef þarf.  Lækkið í 90° þegar suðan er u.þ.b.að koma upp og setjið bollurnar aftur í pönnuna.

Kartöflumús: Skrælið kartöflurnar skerið í grófa bita (eða rífið með hníf no 3 það styttir suðutímann mikið).  Sjóðið kartöflurnar i ca 2 mm af vatni í Saladmaster potti.  Setjið slettu af smjöri í hrærivélaskálina og síðan kartöflurnar og hrærið.  Bætið í salti og pipar /sykur ef vill.

 

Meðlæti: Lyngonsylt/ Týtuberjasulta


 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.