Asískur matur

Það skal tekið fram enn og aftur legg ég mikla áherslu á fitulausa matargerð í Saladmaster eldunaráhöldunum, og þar sem asísk matargerð einkennist af mikilli olíunotkun vil ég benda á að það er ástæðulaust að nota olíu í asíska matargerð þegar við notum Saladmaster “eldun”.

Það er gaman að nota litlu Saladmaster Wok pönnuna og hana getur þú eignast á ódýran hátt sem Saladmaster eigandi hafðu bara samband. ( kynntu þér það hjá H.Jacobsen)

Thailenskur kjúklingur

Fyrir fjóra.

 • 3 st kjúklingabringur
 • 3 greinar af fersku kóríander
 • 1 dl Fiskisósa (blue dragon)
 • 1 tsk strásykur
 • ½ tsk pipar
 • 1 st Chilipipar
 • 1 st Paprika
 • ½ Succini
 • 10 cm Blaðlaukur
 • 4 rif Hvítlaukur
 • 3 cm Engifer (ferskt)
 • ½ bolli casew hnetur (saltaðar og ristaðar)

Munið: steikið kjúklinginn á þurri pönnu ásamt engifer og hvítlauknum þar til hann hefur lokað sér. Hreinsið kjarnann úr chilipiparnum (hálfur kannski svona fyrir óvana). Skerið allt grænmetið í strimla (það gera thailendingar) setjið allt ofan á kjötið og fiskisósuna út í, stráið casew hnetunum yfir allt saman og smátt saxið koriander ofan á.

Setjið lokið á pönnuna, miðhita og lækkið þegar tikkar og látið malla í 20-25 mín.

Borið fram með Jasmin hrísgrjónum og thailensku salati, ef vill þá er gott að hafa “sweet sour” chili sósu með hrísgrjónunum.

Thai salat

Það gerist ekki einfaldara.

Það er hvítkál skorið í strimla, agúrka skorin í þunna strimla og gulrætur skornar í þunna strimla eftir endilöngu.

Raðað á disk og nagað með matnum.

Þetta grænmeti kælir ef maturinn er sterkur.

Svo til gamans má geta þess að thailendingar drekka oft Mekong whiský (thailenskt whisky) eða koníak með mat.

Annars er vatnið best.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.