Hamborgarhryggur í ofnpotti

Uppskriftin er miðuð við 4 kílóa Hamborgarhrygg.

Hryggurinn er skolaður í vatni í stórum bala í ca 20 min, fyrir eldun.

Þetta er gert til þess að minka salt-áhrifin í honum en má sleppa.

Hann er síðan settur í botninn á Ofnpottinum (ekki með grind, án vatns).

  • Gulrætur (í heilu)
  • Laukur (skorin í báta)
  • Rauðvín (1 dl)

Setjið þetta með hryggnum í pottinn og látið malla í ofni við hita 130 í 3 tíma og svo 150 í klukkutíma.

Alveg í restina er svo lokið tekið af og púðursykurblöndu er smurt á hrygginn og

ananas sneiðum raðað yfir hann.

Látið vera í ofninum í 20 min á 180 gr.

  • Púðursykursblanda.
  • 2 msk. Púðursykur
  • Sætt sinnep eftir smekk. (mæli með rúmlega matsk.)
  • Ananassafi, smá sletta
  • Dion sinnep, grófkorna 1 tsk.

Hrært saman og látið standa í 10 min. Fyrir notkun.

Munið!

Það er nauðsynlegt að hita ofnpottinn aðeins inni í ofni fyrir eldun. Ca 10 min, væri gott.

Ef þú átt ekki ofnpottinn, þá mæli ég með að þú nælir þér í einn fyrir jólin.

Besta leiðin til þess er að leyfa okkur að gefa þér hann í jólagjöf fyrir eina kynningu heima hjá þér.

Bestu kveðjur
Guðrún.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.