Írsk kjötsúpa

Hráefni

  • 1 bakki nautagúllas
  • 1-2 bakkar nautahakk
  • 3-4 laukar
  • 10-20 kartöflur (eftir stærð og gerð)
  • 1 poki gulrætur
  • 4-6 nautakraftsteningar

Aðferð

7 ltr pottur eða stærri.

Setjið ca. 2-3 ltr vatn í pottinn og teningana út í.

Kveikið á hellunni, rúmlega miðhiti og látið suðuna koma upp. Á meðan að suðan kemur upp eru laukarnir flysjaðir og skornir frekar gróflega og sett út í.

Gúllasið er yfirfarið (eftir smekk, ég sker burt fitu og sinaleifar, og minnka bitana), sett síðan út í vatnið.

Þegar suðan er komin upp, tek ég hakkið og rúlla upp litlum bollum í lófunum og set út í pottinn.

Síðan eru kartöflurnar flysjaðar og skornar í tvennt, eða fernt, eftir stærð og settar út í.

Gulræturnar eru skornar gróflega og settar út í.

Látið sjóða í ca. 2 tíma, eða lengur. Súpan verður alltaf betri og betri með tímanum og kartöflurnar þykkja hana líka. Þessi uppskrift er fín fyrir kalda vetrardaga, kjarngóð máltíð fyrir sjúklinginn sem þarf að næra og styrkja, tala ekki um fólk með tannpínu.

Uppskriftin er ekki heilög og má útfæra eftir eigin smekk, bæta við hvítlauk, blómkáli eða hverju því sem hugurinn girnist.

Verði ykkur að góðu
Bestu kveðjur
Bjarndís

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.