Íslensk kjötsúpa

1 kg súpukjöt<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

1,8 l vatn

1 msk salt, eða eftir smekk

½ laukur, saxaður smátt

1-2 msk súpujurtir

500 g gulrófur

500 g kartöflur

250 g gulrætur

100 g hvítkál (má sleppa)

nýmalaður pipar

1 ½ dl hrísgrjón

½ dl haframjöl (má sleppa)

 

Kjötið fituhreinsað að hluta og síðan sett í pott, hellið vatninu yfir og hitið að suðu.  Froða fleytt ofan af, saltað og súpujurtum, lauk og hrísgrjónum hrært saman við.  Soðið í um 40 mín.  Á meðan eru gulrófurnar afhýddar og skornar í bita, kartöflurnar afhýddar og skornar í helminga eða fjórðunga og gulræturnar skornar í bita.  Sett út í og soðið í um 15 mín til viðbótar. Kálið skorið í mjóar ræmur, sett út í og soðið í um 5 mín eða þar til allt grænmetið er meyrt.  Um leið er haframjölið sett, ef á að nota það.  Smakkið og bragðbætt með salti og pipar, ef þarf.  Kjötið er ýmist borið fram í súpunni eða með henni á sérstöku fati.  Ýmislegt annað grænmeti má hafa í súpuna, svo sem blómkál, sellerí eða grænkál.  Ágætt er að sjóða rófurnar og kartöflurnar sér í potti.  Ef afgangur verður þá er gott að muna að mörgum finnst kjötsúpan langbest þegar hún er hituð upp í annað eða þriðja sinn.


 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.