Kjúklingaréttur m/nachos

Innihald

  • 3 kjúklingabringur
  • tacosnakk eða nachos
  • 1 dós rjómaostur
  • 2 dósir salsasósa
  • ostur

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á 11” pönnunni. Bræðið saman rjómaostinn og salsasósuna í 2 lítra potti/8,6” pönnu. Setjið snakk í botninn á kalda rafmagnspönnuna, steiktar bringur yfir og sósuna yfir allt saman. Rífið niður ost og setjið yfir. Stillið pönnuna á 160°. Þegar tikkar lækkið þá í ca 80-90°og látið malla í um 15 mínútur. Fljótlegur og góður réttur.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.