Kjúklingasalat

·        2-3 kjúklingabringur, skinnlausar

·        2 msk. hunang

·        ½ bolli jómfrúarolía (1 dl)

·        2 msk. dijon sinnep

·        ½ bolli söxuð steinselja

·        1 tsk. salt

·        pipar eftir smekk

·        3 msk. sesamfræ

·        1 bolli furuhnetur

·        Sett á salatbeð t.d klettasalat, spínat eða veislusalat ásamt smá rauðlauk, konfekttómatum og agúrku.

Steikið kjúklingabringur á þurri forhitaðri pönnu. Blandið saman hunangi, ólífuolíu, sinnepi, steinselju, pipar og salti og smakkið (mjög mikilvægt). Ristið sesamfræ og furuhnetur á pönnu.  Skerið kjúklinginn í litla bita og blandið saman við sósuna.  Látið standa í a.m.k. 45 mín.

Setjið kjúklinginn og sósuna á salatið og blandið vel, stráið ristuðum hnetum og sesamfræjum yfir. Berið fram með snittubrauði og góðu víni ef maður vill t.d. þurru hvítvíni.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.