Mexíkanskur partíréttur

Innihald

  • 1 kg nautahakk
  • 1 dós salsasósa
  • 1 dós sýrður rjómi 10%
  • 1 dós ostasósa
  • 1 dós Guacamolesósa
  • 1 poki tortilla kökur
  • 1 poki rifinn ostur
  • 2 msk fajitas krydd
  • 2 msk taco krydd

Nautahakkið sett í sigtipottinn, vatn í neðri pottinn og eldað. (Blóðvökvi og fita rennur í neðri pottinn). Sé hakkið frosið þá tekur það ca 10-15 mín. Nautahakkið síðan brúnað á þurri pönnu og kryddað.

Hakk sett neðst í rafmagnspönnuna svo tortillakökur með ostasósu, sýrðum rjóma og salsasósu og guacamole og hakk o.s.frv. Það er endað á hakki og rifinn ostur þar ofan á.

Pannan sett á 175°C og beðið eftir tikkinu og lækkað á lægsta hita. Tilbúið á ca 30 mín. eftir að búið er að lækka. Gott að hafa sósurnar með til hliðar og tortillas snakk.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.