Mexíkósk súpa II

Innihald

 • 400 gr. kjúklingakjöt (ca 3 bringur í litla bita)
 • 1 msk smjör
 • 1 stk laukur
 • 6 stk plómutómatar skornir smátt
 • 100 g blaðlaukur smátt saxaður
 • 1 rauð paprika smátt söxuð
 • 1 stk grænt chili fínt saxað
 • 2 tsk paprikuduft
 • 3 msk tómatpúrra (ein lítil dós)
 • 1,5 l kjúklingasoð (vatn+teningur)
 • 2 dl salsasósa
 • 100 g rjómaostur

meðlæti í súpuna

sýrður rjómi, guacamole, rifinn ostur og nachos-flögur

Aðferð:

Steikið kjúklinginn á forhitaðri pönnu. Setjið smjör í kaldan 5 l eða 7 l pott og steikið laukinn, blaðlaukinn, paprikuna, chili og tómatana upp úr því. Bætið steikta kjúklinginn saman við. Bætið í paprikudufti og tómatpúrru, blandið vel saman. Hellið saman við kjúklingasoðið og látið sjóða í 15-20 mínútur við vægan hita. Bætið salsasósu í súpuna ásamt klípum af rjómaostinum.

Látið sjóða í 3-4 mín. við vægan hita. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, guacamole, rifnum osti og flögum.

Byggt á uppskrift úr Fréttablaðinu í janúar 2010.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.