Sterkur indverskur

2 meðalstórir laukar, fínt saxaðir
2 hvítlauksrif, kramin,
2-4 msk. olía, til steikingar,
500 g kjúklingabringur eða (hakk eða sleppa kjöti og nota grænmeti)
3 msk. Hot Madras karrý (eða 2 msk. sterkt og 1 msk. milt)
300 ml. vatn,
2-3 msk. Mango chutney,
1 msk. rifinn engifer,
1-2 msk. sítrónu eða limesafi,
salt að smekk.

Aðferð:

Mýkja lauk, hvítlauk og engifer á pönnu, bæta kjöti og karrýi út í og steikja, bæta vatni við, tómatþykkni, sítrónusafa og mangói. Láta malla þar til kjötið er soðið, hræra í öðru hverju. 

Með þessu eru borin fram jasmín hrísgrjón og nýbakað brauð eða nanbrauð. 

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.