Thailenskur réttur með ostrusósu

Það er fitulausa aðferðin enn og aftur.

Í þennan rétt skiptir ekki máli hvaða kjöt þú notar og reyndar í allar asískar uppskriftir. Veldu bara það sem þú átt til í frystinum og mundu að allt kjöt getur þú steikt frosið.

Það sem þarf í réttinn

  • 400 gr kjöt skorið í strimla
  • 3 rif hvítlaukur
  • ½ tsk pipar
  • 1 tsk strásykur
  • Valfrítt grænmeti skorið í strimla. T.d. paprika, púrrulaukur, gulrætur, brokkoli.
  • 4 msk Oyster sauce - til í nokkrum merkjum

Kjötið og hvítlaukurinn steikt saman restinni bætt út í og stillt á miðhita þegar tikkar lækka í minnsta hita látið malla í 20 mín.

Borið fram með Jasmín hrísgrjónum.

ATH. Sykurinn er ómissandi í thai matargerð það er óhætt að setja smá salt í þann mat sem inniheldur ekki fiskisósu þar sem hún er svo sölt.

 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.