Leiðbeiningar fyrir potta

Fyrir fyrstu notkun:

Þvoið hvern einstakan hlut Saladmaster-eldunaráhaldanna í eldhúsvaskinum upp úr heitu vatni blönduðu einum bolla af ediki. Þetta fjarlægir alveg allar leifar verksmiðjuolíu og slípiefna.
Þvoið síðan með hreinu, heitu vatni og sápu og þerrið loks með mjúkri þurrku

Eftir hverja notkun:

Þvoið upp úr heitu sápuvatni, skolið í hreinu vatni og þurrkið. Pottana má setja í uppþvottavél. Notið Saladmaster Glo Cleanser(Gljáhreinsi) til að losa mjög föst óhreinindi. Hafið pottinn rakann og stráið gloinu inn í hann og á botninn.  Notið pottasvamp (stálull á mjög erfiða bletti) og snúið í hringi.  Þvoið síðan pottinn með sápuvatni á eftir.  Notið aldrei stálull eða rispandi áhöld til að hreinsa og pússa pönnur og potta að utan.

Munið
  1. Notið rétta stærð potta - að minnsta kosti fyllta af mat að tveimur þriðju.
  2. Forhitið pott/pönnu upp fyrir meðalhita þegar elda skal hvers konar kjöt, en byrjið með kaldan pott/pönnu þegar elda skal ávexti eða grænmeti.
  3. Þegar gufuventillinn tikkar skal lækka hitann uns tikkið hættir.

RAFMAGNSPANNAN
  • Rafmagnspannan er olíufyllt sem gerir það að verkum að hún hitar jafnt alls staðar hvort sem er á hliðunum eða í miðjunni.
  • Þér er óhætt að setja rafmagnspönnuna á kaf í vatn (eftir að þú hefur tekið rafmagnshitastillinn úr sambandi) eða í uppþvottavélina.  Vatn getur ekki skemmt hitaelementið þar sem það er innsiglað inn í pönnunni. Leyfið pönnunni að kólna áður en hún er þvegin
  • Þú getur sett rafmagnspönnuna sjóðandi beint á borðið og hún varðveitir hitann mjög vel þó búið sé að taka hana úr sambandi.  Til að varðveita hitann enn betur er gott að hafa lokið á henni, þannig helst maturinn heitur lengi án þess að  rafmagnssnúran sé að þvælast fyrir.
  • Gott er að steikja mat með lokið á. Þá verður maturinn bragðmeiri og meyrari, en hafið rifu á lokinu á meðan þið brúnið það
  • Athugið að pannan sé alltaf þurr þegar henni er stungið í samband

HITASTILLINGAR

65°C – 95     Halda mat heitum, kássur, láta kjöt malla

110°C – 120°C     Snöggsteikja grænmeti, sósur, pottréttir, ávextir

135°C – 150°C     Kökubakstur

135°C – 150°C     Egg, steiktur fiskur í hveiti, soðinn fiskur 

165°C – 175°C     Fiskibollur, farsbollur, pylsur

165°C – 175°C     Brúna kjöt, steiktar kartöflur

190°C     Snöggsteikja kjöt;Steikt hrísgrjón

205°C – 220°C     Pönnusteikja kjöt og fisk(í raspi), poppkorn

220°C - 230°C     Lambalæri, nautalund, roast beef

Til að brúna kjöt á pönnunni, hafið þá rifu á lokinu á meðan þið brúnið það.


Varðandi gaseldavélar:
Ef ykkur vantar aðstoð við að stilla logana á gaseldavélinni hafið þá samband við Gasco, Þór í gsm 699-1999 gasco@simnet.is


Vissuð þið að í staðinn fyrir hvítan sykur getið þið sett agave síróp í uppskriftir.  Hlutföllin eru 1/2 - 3/4 dl agave síróp í stað 1 dl sykurs.  Ef deigið er of þunnt, minnkið þá vökvann eða bætið nokkrum döðlum út í.
 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.