Lesa reynslusögur

Góðan dag
 
Mig langar að deila með ykkur reynslu minni af pottunum mínum sem ég var svo lánsöm að festa kaup á í September 2006.
 
Fyrst til að byrja með var hluti af gömlu pottunum notaðir með, því ég keypti svo lítið pottasett, en smátt og smátt þá hætti það að ganga upp og núna nota ég eingöngu Saladmaster og elda svo góðann mat að mér þykir hreinlega leiðinlegt að fara út að borða því ég finn allt aukabragðið af matnum sem er ekki af matnum heima hjá mér.
 
En hér er ein heimatilbúin uppskrift  -  þess má geta að ég var með fjóra útlendinga í heimsókn um daginn og við fórum með þau í skoðunarferð á Gullfoss og Geysi – þau vildu endilega bjóða okkur út að borða um kvöldið en ég fékk þau til þess að fara með mér í Verslun Nóatúns á Selfossi og kaupa í matinn og ég notaði þessa uppskrift sem hér fylgir og þau voru svo ánægð og hrósuðu matnum í hástert og sögðust ekki hafa smakkað annað eins hvorki hér né heima og þó ég sé góður kokkur að þá set ég hluta hróssins á frábæra potta og gleðina við að elda í svona góðum pottum því það er jú mikill bonus.

Ingibjörg Þengilsdóttir, Reykjavík

Góðan daginn,

Langaði bara til að segja frá árangri af pottunum þar sem ég veit að árangur viðskiptavina er það sem skiptir öllu:)

En ég keypti þessa potta í nóv 2007 og við höfum eingöngu eldað upp úr þeim síðan. Ég var með mikið nikkelofnæmi en nú er það horfið.

Takk fyrir mig

Kveðja,

Margrét Davíðsdóttir, Selfossi

---

Saladmaster pottarnir voru heldur betur himnasending fyrir mig. Áður en ég fór að nota þá var ég búin að fara á milli húðsjúkdómalækna og prufa alls konar krem og töflur til að slá á kláðann sem ég hafði í upphandleggjunum (innan frá, ekki exem heldur nikkel-ofnæmi). Læknarnir segja að það séu þúsundir manna svona, en þeir hafa enga skýringu. Það sé fólk sem er grænmetisætur, kjötætur, fólk sem reykir og reykir ekki sem séu svona. Ég eins og hinir ráfaði um allar nætur með kláða þrátt fyrir lyfin. Ég var búin að vera svona í 15 ár áður en ég kynntist svo þessum undra Saladmaster pottum sem eru mínir bjargvættir.

Nú sef ég eins og engill!

Virðingarfyllst - Júlíanna M Nilssen - Keflavík

---

Ég keypti pottana mína í júní 2005. Mig óraði ekki fyrir því að ég fengi miklu bættari heilsu í kaupbæti. Allavega ekki í þeirri mynd sem ég er að njóta nú í dag. Þegar ég var spurð, mörgum mánuðum eftir að ég fékk pottana, hvort að ég fyndi einhvern mun á mér, heilsufarslega. Kannaðist ég í fyrstu bara við að brjóstsviði og meltingartruflanirnar höfðu minnkað til muna. Svo þegar ég fór að skoða betur, þá kom í ljós að mígreni sem ég er búin að þjást mikið af, hafði snarminnkað líka. Svo mikið sem 90% af þeim reglulegu köstum sem ég fékk voru horfin. Ég fæ enn ca. 2 köst í mánuði, en tengi það við hormónastarfsemi líkamans, eða í kring um tíðar. En það er ekkert miðað við þann fjölda sem ég þjáðist af áður.

Þó að ég telji að pottarnir einir og sér hafi kannski ekki allsherjar lækningamátt alls, þá er ég viss um að staðreyndin að þeir varðveiti næringuna í matnum hafi mikið að segja með allt heilsufar. Svo fann ég út að ég er að spara um 40% af matarreikningnum fjölskyldunnar, á mánuði. Tel ég það vera vegna þess að næringin varðveitist, maturinn rýrnar ekki og að geta eldað allt úr frystinum hafi mikið að segja. Þegar mígreniköstin minnkuðu, fór ég að funkera líka eins og venjuleg manneskja, elda  oftar í staðinn fyrir að panta óhollan og dýran skyndibitamat. Kvörnin og pottarnir gerðu það líka að verkum að ég nennti frekar að hafa allskonar grænmeti í matinn, og smátt og smátt leið mér og allri fjölskyldu minni betur og ég sparaði fullt af peningum.

Þetta varð til þess að ég lét til leiðast að fara út í það að kynna pottana. Ég gæti haldið lengi áfram, en þá væri ég að tala fyrir aðra en mig. Vil leyfa þeim að gera það sjálfum.

Sjáumst á kynningu

Kveðja Bjarndís

---

Við keypum pottasett núna í haust, því við vorum búin að reyna næstum allt til að ná betri heilsu. Bóndinn með slæma slitgigt og ég í skralli eftir bílslys,og hafði bætt á mig rúmum 10 kílóum sem vildu ekki  fara. Eftir að ég fór að nota pottana hef ég misst um 10 kg og ekki slegið slöku við með nammið trúið mér,þannig að ég vil þakka pottunum breytt mataræði. Slitgigtin hefur hægt á sér hjá bóndanum. Og um jólin maður minn þvílikur munur, ég var í fyrsta sinn tilbúin með matinn og afslöppuð um fimm leytið. Ég er búin að matreiða jólamat í 32 ár og hef alltaf verið á síðasta, til að þurfa ekki að hita matinn upp, enn núna gat ég borið sykurbrúnaðar kartöflurnar heitar og fínar fram í rafmagnspönnunni. Á meðan gat ég notað eldavélina fyrir annað og gefið mér nógan tíma. Við hér á heimilinu mælum með Saladmaster, og ég er líka mjög montin þegar koma gestir og ég er enga stund að töfra fram heita heilsusamlega súkkulaðiköku beint úr potti. Þetta er okkar stutta en góða reynsla af Saladmaster, sem flestir ættu að fá að njóta. Svo er maturinn bara miklu bragðbetri, og hollari.

Takk æðislega fyrir okkur. 

Kolla og Palli

------

mars 2009

Við erum búin að elda með saladmaster græjunum í nokkur ár núna, og ég get ekki ímyndað mér að skipta aftur í eitthvað annað, maturinn er svo mikið betri og svo er grænmetið alltaf eins og það gerist best, skært og girnilegt á litinn, kjúklingurinn dúnmjúkur og geggjaður, og lengi mætti telja áfram.  Við erum fjölskylda sem gætum vel að heilsunni okkar, og við þökkum saladmaster innilega fyrir að hjálpa okkur í því, með vöru sem stelur ekki frá okkur næringarefnunum og skilar eitri í staðinn eins og flestar aðrar eldunargræjur. :)

Harpa Sjöfn Nicolaidóttir, Reykjavík
 
 
 

Kynningin

Þér að kostnaðarlausu komum við heim til þín og eldum fulla máltíð handa þér og þínum.

Lífstíðarábyrgð

Saladmaster býður upp á víðtæka lífstíðarábyrgð á öllum sínum vörum, en ábyrgðin á þó aðeins við sé varan keypt af viðurkenndum söluaðila.